Mikilvæg atriði til að hafa í huga sem þátttakandi eða gestur á Pollamóti Samskipa 2020.
Í hönd fer Pollamót á fordæmalausum tímum. Barátta Íslendinga við kórónuveirufaraldurinn hefur gengið mjög vel að flestu leyti, sem hefur orðið til þess að of mörg okkar hafa slakað á klónni að undanförnu.
Veiran hefur nú þegar minnt okkur á hve mikilvægt það er að halda áfram vöku okkar, viðhalda öflugum sóttvörnum og fara eftir reglum. Í þessu sambandi er ábyrgð einstaklingsins gríðarlega mikilvæg. Hvert okkar og eitt verður að taka ábyrgð á eigin hegðun og gera allt sem við getum til að lágmarka áhættuna á að veiran nái aftur að breiðast út í samfélaginu.
Við viljum því minna á nokkur grundvallaratriði sem við þekkjum öll og hafa gagnast vel í baráttunni, en mögulega eitthvað slaknað á hjá mörgum okkar upp á síðkastið.
Auk þess viljum við benda þeim þátttakendum á sem eiga þess kost að lágmarka notkun búningsklefa á svæðinu. Ef þú getur klætt þig í keppnisfötin á þínum gististað og farið síðan í sturtu þar að leik/degi loknum er það mikilvægt innlegg í sóttvarnir mótsins. Því færri sem nota búningsklefana á Þórssvæðinu, því betra.
Mótið sjálft verður sett upp þannig að svæðinu verður skipt í tvennt og keppni í einstökum deildum afmarkast við annað svæðið. Þetta verður nánar útskýrt þegar leikjadagskrá og fyrirkomulag mótsins verða kynnt.
Lágmarkið komur upp í mótsstjórnarherbergi eins og kostur er. Ef þörf er á upplýsingum og/eða öðrum samskiptum við mótsstjórn, sendið þá einn fulltrúa liðs eða hafið samband með rafrænum hætti ef það nægir.
Til að forðast örtröð og biðraðir hjá gjaldkera er alveg kjörið að fulltrúi hvers liðs safni til sín greiðslum frá öllum liðsmönnum og millifæri í einu lagi. Við millifærslu er mikilvægt að setja nafn liðs í skýringu og senda staðfestingu á pollamot@thorsport.is. Með þessum hætti getur fulltrúi liðs mætt til gjaldkera og sótt armbönd fyrir allt liðið.
Reikn.: 0565-26-147500
Kt.: 6709912109
Kvittun: pollamot@thorsport.is
Upplýsingasíða um covid-19: https://www.covid.is/