Leikmannamarkaður

Hér munu birtast upplýsingar um leikmenn sem langar að komast í lið og lið sem vantar leikmenn. Senda má upplýsingar í pollamot@thorsport.is eða velja „skrá nýjan leikmann“ í valmyndinni. Þessi hnappur er einnig fyrir lið sem þegar hafa skráð sig til leiks og ætla að skrá inn fleiri leikmenn.

Ef þú ert að leita að liði geturðu til dæmis skráð „Vantar lið“ í stað nafn liðs. Símanúmer eða netfang verður að fylgja með í athugasemd til að hægt sé að hafa beint samband á milli leikmanns og liðs án milligöngu okkar. Ágætt að setja með upplýsingar um hæfileika, fyrri reynslu í boltanum, óskastöðu á vellinum og svo framvegis, sama þegar lið óska eftir leikmanni, að hvaða hæfileikum er liðið að leita. Gamansemi er alls ekki bönnuð í þeim efnum. Endilega látið okkur svo vita ef þið náið að „selja“ ykkur svo hægt sé að taka ykkur af markaðnum og staðfesta sölu.