Dagskrá Pollamóts Samskipa 2024

Dagskráin Pollamótsins 2024 verður svipuð og undanfarin ár nema hvað við leggjum örlítið meira í föstudagskvöldið í Hamri en venjulega. Það verður partí í Hamri þar sem keppendaarmbandið gildir til að fá aðgang, en kostar 1.500 fyrir aðra gesti.

Fótboltinn verður með hefðbundnu sniði, um það bil kl. 9-18 á föstudag og 9-17 á laugardag. Úrslitaleikir í deildum verða spilaðir á bilinu kl. 14-17 á laugardag, en þó ekki víst að það verði úrslitaleikir í öllum deildum. Stefnt er að því að keppnisfyrirkomulag og leikjadagskrár verði klár, a.m.k. fyrir fyrri keppnisdaginn, strax á mánudagskvöld.