Pollamótsmyndir Ármanns
júlí 7, 2023Pollamót 2024 – Skráning hafin
júní 1, 2024Um liðna helgi fór fram 36. Pollamótið, sem undanfarin ár hefur borið nafnið Pollamót Þórs og Samskipa. Mótið í ár var með þeim stærstu, örlítið færri lið en í fyrra, en álíka margir þátttakendur. Í fyrra var sett met þegar 67 lið mættu til leiks, en í ár tóku 65 lið þátt með um 850 leikmenn innanborðs.
Að framkvæmd mótsins, skemmtidagskrárinnar, umgjarðarinnar og öllu sem tengist mótinu kom fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Þórs. Án þessa öfluga og fjölmenna hóps væri ómögulegt að halda mótið og er öllum sem lögðu hönd á plóg færðar hér bestu þakkir fyrir. Þátttakendurnir eru auðvitað lífsnauðsynlegir fyrir fótboltamót því án ykkar væri tilgangslaust að standa í því að skipuleggja mót. Kærar þakkir til ykkar allra.
Næsta Pollamót Þórs og Samskipa verður haldið með sömu formerkjum dagana 5. og 6. júlí 2024.
Þó skemmtunin og leikgleðin hafi verið í fyrirrúmi hjá flestum, ef ekki öllum, keppendum var auðvitað keppt um verðlaun í öllum deildum. Keppt var í sjö deildum eins og oftast áður hin síðari ár, fjórum karladeildum og þremur kvennadeildum.
Myndir frá mótinu, þar á meðal af öllum verðlaunahöfum, má finna í myndaalbúmi Ármanns Hinriks Kolbeinssonar – sjá hér: Myndaalbúm Pollamóts 2023: https://photos.app.goo.gl/FBFhSnSD8Z84vvgNA
Verðlaunahafar
Ljónynjudeild – konur 35+
AFK
Drottningar
Dömudeild – konur 28+
FC Lola
Rauðvínsbeljurnar
Dætur Þorpsins
Skvísudeild – konur 20+
225
Víkin FC
FC Guns
Öðlingadeild – karlar 50+
1. UMF. Óþokki
2. Þór C
3. Grótta
Lávarðadeild – karlar 42+
UMF. Óþokki
Ginola
Magni
Jarladeild – karlar 35+
FC Samba Legends
KFF Masters
KF Móði
Polladeild – karlar 28+
FC Baz
Vinir Linta
Afkvæmi Palla Gísla
Liðin Fireball (konur) og Ginola (karlar) voru valin Gleðigjafar mótsins. Katrín Vilhjálmsdóttir var valin Þorpari mótsins í kvennaflokki, en bræðurnir Ágúst og Hrafnkell Ágústssynir skiptu með sér þeim verðlaunum í karlaflokki.