Sóttvarnir eru besta sóknin!
júlí 1, 2020Úrslit leikja og stöður
júlí 2, 2020Enn og aftur viljum við minna þátttakendur og gesti á Pollamóti 2020 á mikilvægi þess að hvert okkar og eitt hugi að eigin sóttvörnum, handþvotti, sprittun, fjarlægðarmörkum, sleppa handaböndum og knúsi o.s.frv.
Pollamótið 2020 hefur verið sett upp með aukna áherslu á sóttvarnir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn og til að lágmarka hættuna á að upp komi smit. Með það í huga hefur keppnissvæðinu verið skipt í tvennt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Polladeild
Allir leikir úti (Varberg, Aarhus, Rotterdam, Cuxhaven). Aðgengi að búningsklefum og salernum í stúkunni við Þórsvöllinn, auk salerna í sjálfri áhorfendastúkunni.
Lávarðadeild, Öðlingadeild, Skvísudeild, Dömudeild, Ljónynjudeild
Allir leiki í Boganum (Hoffell, Skaftafell, Arnarfell, Helgafell) eða á vellinum norðan við Bogann (Hull). Aðgengi að búningsklefum og salernum í kjallara Hamars.
Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að kynna sér inngönguleiðir á sín keppnissvæði og í búningsklefa eftir öðrum leiðum en um aðalinngang Hamars.
Tengill á : Leikjadagsrkár, stöður og úrslitakeppnir.