Skráningu liða lokið
júní 28, 2021Leikjadagskrár og reglur
júní 30, 2021Nú er unnið að því að raða upp mótinu og verður vonandi hægt að birta leikjadagskrá og reglur í deildum í dag. Við ætlum þó ekki lofa ákveðinni tímasetningu. Keppnisfyrirkomulag í deildunum verður mismunandi og tekur mið af fjölda liða, með það í huga að í flestum deildum spili öll lið að lágmarki fimm leiki, en flest spili 6-7 leiki. Þau lið sem fara alla leið í úrslitaviðureignirnar í Polladeild munu spila fleiri leiki.
Á fimmtudagskvöld verður opið hús í Hamri frá kl. 20 og hvetjum við fólk til að kíkja við í spjall. Þá verður hægt að sækja armböndin og önnur mótsgögn. Athugið að þau verða afhent í einu lagi fyrir hvert lið. Einnig er hægt að nálgast þau hjá mótsstjórn/gjaldkera á föstudagsmorguninn. Armböndin verða þó ekki afhent nema búið sé að greiða þátttökugjaldið. Langflest liðanna hafa nú þegar gengið frá greiðslum, aðeins örfá eftir.
Þegar lið bæta við leikmanni – sem er leyfilegt alveg fram að síðasta leik – þarf að senda inn skráningu annaðhvort með því að fara í „skrá nýjan leikmann“ hér í valmyndinni eða koma til mótsstjórnar ásamt því að greiða 6.000 krónur í þátttökugjald fyrir viðkomandi leikmann. Millifærslur fara inn á sama reikning og þátttökugjald/mótsgjald liðanna. Gjaldið er það sama óháð því hve mörgum leikjum viðkomandi nær í mótinu.
Reiknað er með að fótboltadagskráin verði á föstudag kl. 9-18 og laugardag kl. 9-17.
Minnum þátttakendur á að setja leikgleðina í fyrsta sæti.