Ekki gleyma að skrá þitt lið!
júní 14, 2021Leikmannamarkaður
júní 23, 2021Þátttakendur á Pollamótum í gegnum tíðina hafa í langflestum tilfellum komið til að hafa gaman, sett fjörið í fyrsta sæti og haft leikgleðina að leiðarljósi. Stundum hitnar þó í kolunum og fólk gleymir góða skapinu, hleypur kapp í kinn og lætur keppnisskapið hlaupa með sig í gönur. En að öllum orðatiltækjum slepptum viljum við einfaldlega hvetja þátttakendur á mótinu til að hafa hemil á skapinu og njóta þess að spila fótbolta, hitta fólk, njóta góða veðursins og hafa gaman.
Í leiðinni viljum við einnig hvetja þátttakendur til tillitssemi við þá sjálfboðaliða sem taka að sér störf á mótinu, einkum og sér í lagi dómarana okkar – því án þeirra væri enginn leikur, ekkert mót, ekkert gaman. Í því sambandi minnum við á ákall sem barst frá KSÍ á dögunum að gefnu tilefni vegna framkomu fólks gagnvart dómurum.
Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara – Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)
Myndir: Páll Jóhannesson.