Breyttar áherslur í skráningu liða
maí 13, 2021Engin tjaldstæði á Þórssvæinu
júní 4, 2021Skráning liða á Pollamót Þórs og Samskipa 2021 er hafin. Á forsíðu vefsins birtist hnappur, skrá lið, sem leiðir okkur inn á skráningarsíðuna. Þar þarf fyrst að tiltaka fjölda liðsmanna sem ætlunin er að skrá, áður en haldið er lengra.
Nýjar áherslur við skráningu
Vakin er athygli á nýjung við skráningu liða. Aðeins er tekið við skráningum í gegnum skráningarsíðuna hér á pollamot.is. Ákveðnar upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu, s.s. fjöldi liðsmanna ásamt nöfnum þeirra og kennitölum, en stærsta breytingin er að ekki er hægt að klára og senda skráninguna nema ganga frá greiðslu jafnframt. Útbúin hefur verið greiðslugátt þannig að við lok skráningar þarf tengiliður liðs að setja inn viðeigandi upplýsingar og ganga frá skráningu. Hér að neðan er skjáskot af skráningarferlinu. Þarna hefur verið valið að skrá tíu leikmenn, sem þýðir að þátttakan kostar 70.000. Það eru 10.000 krónur í mótsgjald pr. lið, ásamt 6.000 krónum í þátttökugjald fyrir hvern skráðan leikmann.
Deildaskipting og aldursmörk
Aldursskiptingin í kvennadeildunum hefur verið færð aftur yfir í það sem verið hefur undanfarin ár, 20+, 28+ og 35+. Hjá körlunum fjölgar um eina deild og bætist Jarladeildin við. Aldursskipting í deildir hjá körlunum eru 28+, 35+, 42+ og 50+.
Skemmtidagskrá í mótun
Vegna óvissu sem ríkt hefur varðandi fjöldatakmarkanir og aðrar hamlandi reglur vegna covid-19 hefur skemmtidagskráin ekki verið negld niður enn. Pollamótsnefndin hefur þó unnið að því að ráða skemmtikrafta og verður það auglýst betur þegar málin skýrast og nær dregur móti.
Við lofum a.m.k. fótboltaveislu, fjöri og frábæru veðri. Þannig er það alltaf.