Skráning liða á Pollamótið er í fullum gangi, en samkvæmt reynslu fyrri ára munu flest liðin skrá sig næstu tíu dagana eða svo. Þegar þetta er ritað hafa 22 lið skráð sig til leiks.
Myndin með fréttinni sýnir skráningarleiðina. Efst í hægra horninu hér á pollamot.is er hnappurinn „Skrá lið„. Ekki er nauðsynlegt að senda inn nafnalista strax við skráningu. Nóg er að skrá liðið og áætla fjölda leikmanna ef ekki er komið á hreint hve margir liðsmenn mæta. Nokkrum dögum eftir skráningu fá tengiliðir sendan tölvupóst með tengli til að skrá inn nöfn og fæðingarár leikmanna.
Athugið: Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 2. júlí
Eftir að lið hefur verið skráð og búið að senda inn leikmannalista er síðan hægt að bæta við nýjum leikmanni í liðið, sjá „Skrá nýjan leikmann“ hér í valmyndinni. Lið geta bætt við nýjum leikmanni alveg fram að síðasta leik, en við vekjum athygli á að það þarf alltaf að greiða fullt gjald (7.000 krónur) fyrir nýja leikmenn, alveg sama hvenær þeir koma inn í liðið. Leikmaður er löglegur ef aldurinn stenst viðmið fyrir viðkomandi flokk og búið er að greiða þátttökugjaldið.
Að gefnu tilefni er áréttað að mótsstjórnin veitir engar undanþágur frá reglunum varðandi aldur eða skráningu í lið. Skráning liða og leikmanna í réttan aldursflokk er á ábyrgð tengiliðs hjá hverju liði. Lið sem nota of unga leikmenn í leikjum geta átt á hættu að tapa leik eða leikjum vegna þess. Einnig er minnt á að leikmaður er aðeins löglegur með einu liði á mótinu og gildir það jafnt þó svo sami félagsskapur sendi inn lið undir sama nafni í nokkrum deildum.
Til upprifjunar eru hér ákvæðin úr reglunum um gjaldgengi leikmanna:
Konur = 9 lið | Karlar = 13 lið |
Skvísudeild = 6 lið – Víkin FC – Nýliðarnir – Blái Pardusinn – 225 – K-FC – FC Guns Dömudeild = 4 lið – FC Bombur – FC SMICE – FC Firehoes – FC Lola | Polladeild = 9 lið – SÚN FC – FC Tjackur – El Baz FC – Afkvæmi Palla Gísla – JÆJA FC – Vinir Linta – FC Samba – Vigri – Eimreiðin Jarladeild = 2 lið – NB Athletics – FC Samba Lávarðadeild = 1 lið – FC Samba Öðlingadeild = 1 lið – Hómer |