Leikjadagskrárnar eru klárar!
júní 29, 2022Minningar og myndir úr sögu Pollamótanna
júní 29, 2022Er þitt lið búið að gera upp?
Mörg lið hafa nú þegar greitt þátttökugjaldið að fullu og því tilvalið að kíkja við á Þórssvæðinu á fimmtudag, skella sér á leik Þórs og Þróttar Vogum í Lengjudeildinni – með hamborgaraupphitun á undan – og kíkja svo í Hamar og hitta mann og annan, njóta þess að hlusta (og horfa) á Ágúst Brynjars með gítarinn og síðast en ekki síst – ná í armbönd og mótsögn fyrir liðið.
Nú er af sem áður var að löng biðröð myndist við skrifborð gjaldkera milli kl. 8 og 9 á föstudagsmorgni þegar keppendur mættu og greiddu hver fyrir sitt armband. Þau lið sem hafa greitt að fullu fá afhent umslag með öllu tilheyrandi, fyrir allt liðið, en ekki hver leikmaður fyrir sig.
Við viljum því hvetja þau lið sem eiga eftir að ganga frá greiðslu til að nýta millifærsluleiðina og klára dæmið með einum smelli. Fáein lið eiga eftir að staðfesta og/eða klára að senda inn nöfn leikmanna, en það verður að vera klárt áður en viðkomandi lið fá afhent armbönd og önnur mótsgögn. Vinsamlega gangið frá lausum endum til að geta verið með í mótinu.