Engir hoppukastalar á Pollamótinu
júlí 1, 2021Pollamótið 2022
október 21, 2021Pollamót 2021 – verðlaunahafar
Þrítugasta og þriðja Pollamótinu – nú Pollamóti Þórs og Samskipa – lauk síðdegis á laugardag þegar fram fóru úrslitaleikir í öllum deildum. Metþátttaka var í mótinu – jöfnun á mesta fjölda liða og aldrei verið fleiri einstaklingar sem skráðir voru til leiks. Alls tóku 62 lið þátt í mótinu í sjö deildum – þar af einni nýrri deild, Jarladeild (35+), en aldursflokkum hjá körlunum var breytt og elsti flokkurinn færður upp í 50+, ásamt því að bæta við einni deild. Um 815 manns skráðu sig til leiks með þessum 62 liðum, þar af um 230 konur. Kvennaliðin voru 17 og karlaliðin 45.
Pollamótsnefndin þakkar þátttakendum öllum og fylgdarfólki þeirra fyrir komuna og ykkar framlag til að gera mótið skemmtilegt. Án þátttakenda væri ekkert mót. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem störfuðu við mótið, en eins og gefur að skilja væri ekki heldur neitt mót ef ekki væru tugir sjálfboðaliða sem vinna við undirbúning, framkvæmd og frágang. Störfin eru alls konar, sum sýnileg og önnur ekki, en öll jafn mikilvæg.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild, ásamt ýmsum aukaverðlaunum. Hér er listi yfir alla verðlaunahafa á mótinu. Neðst í fréttinni er listi yfir markahæstu leikmenn í hverri deild, en flest mörk í mótinu skoraði Kristján Steinn Magnússon í Afkvæmum PVG, 8 mörk, og hjá konunum var það Oddný Karólína Hafsteinsdóttir í Grænu þrumunni með sjö mörk.
Myndir Palla Jóh á thorsport.is
Verðlaunahafar og laugardagur
Föstudagur – albúm 2
Föstudagur – albúm 1
Öðlingadeild (karlar 50+)
- KR
- Þór C
- Umf. Óþokki
Ljónynjudeild (konur 35+)
- Drottningar
- Búbblurnar
Lávarðadeild (karlar 42+)
- Real Grímsey
- Umf. Óþokki
- Lion KK
Dömudeild (konur 28+)
- FC Lola
- Sírenur
- Rauðvínsbeljurnar
Jarladeild (karlar 35+)
- Ginola
- KD
- Riddarinn Hot
Skvísudeild (20+)
- Græna Þruman
- Strympurnar
- FC Smice
Polladeild (28+)
- Barónar
- Brekkan
- Eimreiðin
Þorparinn
Jóhannes Steingrímsson
Jórunn Jóhannesdóttir
Gleðigjafar
Norður Senior
Markahæstu leikmenn í hverri deild
Öðlingar:
Ívar Guðmundsson, KR, 6 mörk
Lávarðar:
Jón Örvar Eiríksson, Umf. Óþokki, 7 mörk
Jarlar:
Jóhann Þórhallsson, Ginola, 7 mörk
Pollar:
Kristján Steinn Magnússon, Afkvæmi PVG, 8 mörk
Ljónynjur:
María Benediktsdóttir, Drottningar, 4 mörk
Dömur
Rakel Óla Sigmundsdóttir, F&F Kroppar, 6 mörk
Júlíana Einarsdóttir, FC Lola, 6 mörk
Elísa Pálsdóttir, Grafarvogsdætur, 6 mörk
Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Rauðvínsbeljurnar, 6 mörk
Þórdís Sara Þórðardóttir, Rauðvínsbeljurnar, 6 mörk
Inga Lára Jónsdóttir, Rauðvínsbeljurnar, 6 mörk
Skvísur
Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Græna Þruman, 7 mörk