Skráningarkerfið – mikilvægir punktar
júní 25, 2021Leikjadagskrá í smíðum
júní 30, 2021Alls eru 62 lið með hátt í 750 leikmenn innanborðs skráð til leiks á Pollamóti Þórs og Samskipa 2021.
Lokað var fyrir skráningu á miðnætti, þ.e. nú er ekki hægt að bæta við nýjum liðum, en þó ítrekum við það sem áður hefur komið fram að lið geta bætt við sig leikmönnum alveg fram að síðasta leik. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þátttakan kostar alltaf 6.000 krónur á leikmann, sama hvenær komið er inn í mótið. Einnig er rétt að ítreka að ekki er heimilt að tveir einstaklingar deili sama þátttökuarmbandinu – einn einstaklingur, eitt armband.
Öll skráð lið eru komin inn á síðuna okkar – liðin – og í sviga aftan við er fjöldi leikmanna sem skráður er í viðkomandi lið. Forráðafólk er vinsamlega beðið um að athuga sitt lið til að þar sé örugglega allt rétt.
Úti og inni – misjöfn stærð valla
Vinna er nú í gangi við að raða upp mótinu, sem tekur auðvitað einhvern tíma og biðjum við þátttakendur um að sýna biðlund þar til leikjadagskráin er klár. Röðun á velli mælist misjafnlega vel fyrir eftir því hvernig veðrið er hverju sinni. Í góðu veðri vilja allir þátttakendur spila úti, en það er einfaldlega ekki hægt. Það er hins vegar þannig að vellirnir inni í Boganum eru minnstu vellirnir sem notaðir eru í mótinu og því er það þannig að yngri spila meira úti og eldri meira inni. Svæðið býður ekki upp á að spila alla leiki úti þó von sé á frábæru veðri.