Páll Óskar, Rúnar Eff, Erna Hrönn
júní 11, 2021Setjum fjörið í fyrsta sæti
júní 23, 2021Nú eru innan við tvær vikur þar til skráningu lýkur fyrir Pollamótið, en við lokum skráningarglugganum kl. 23:59 sunnudagskvöldið 27. júní.
Dagskráin er í smíðum, en eins og venjulega hefst fótboltamótið sjálft á föstudagsmorgni, 2. júlí, og lýkur síðdegis á laugardeginum, 3. júlí. Unnið er út frá því að haga verðlaunaafhendingum með svipuðum hætti og gert var í fyrra, þ.e. að fljótlega eftir að keppni lýkur í hverri deild mæti verðlaunahafar þeirrar deildar á sviðið við Hamar og fái sín verðlaun.
Tímasetningar á skemmtidagskrá verða betur auglýstar á næstu dögum, en staðfest er að Rúnar Eff og Erna Hrönn skemmta á föstudagskvöldinu og Páll Óskar á laugardagskvöldinu.
Í leiðinni viljum við enn og aftur vekja athygli á breyttu verklagi við skráninguna. Allar skráningar þurfa nú að fara fram í gegnum skráningarsíðuna á pollamot.is. Við skráningu þarf að tiltaka fjölda leikmanna og skrá nöfn og kennitölur allra. Athugið að ef ekki hafa allir leikmenn ákveðið sig er hægt að bæta við stökum leikmönnum síðar, þótt skráning liðsins hafi verið send inn. Við fyrstu skráningu þarf að skrá að lágmarki sjö leikmenn.
Val er um tvær greiðsluleiðir, annað hvort að millifæra fyrir allt liðið í einu lagi inn á reikning eða greiða með korti strax við skráningu. Hugmyndin er að strax á næsta ári verði eingöngu hægt að skrá lið með því að greiða með korti í skráningarferlinu.
Skrá lið: Pollamót 2021 – Skráning liða | Pollamót Samskipa (pollamot.is)
Bæta leikmanni í lið sem hefur verið skráð: Skrá nýjan leikmann | Pollamót Samskipa (pollamot.is)
Leikmannamarkaður: Sendið póst í pollamot@thorsport.is.