Pollamót Þórs og Samskipa 2021
mars 23, 2021Skráning liða hafin!
maí 23, 2021Nú er að ljúka vinnu við endurbætur á skráningarkerfi fyrir Pollamótið og verður opnað fyrir skráningar eftir örfáa daga. Skráning liða og leikmanna verður nú á öðru formi en verið hefur. Hér eru nokkur áhersluatriði sem tekin verða upp.
Þegar lið er skráð til leiks þarf jafnframt að skrá nöfn og kennitölur allra leikmanna liðsins. Þetta lokar þó ekki á að hægt sé að bæta við leikmönnum síðar.
Staðgreiða þarf mótsgjaldið og þátttökugjald fyrir alla leikmenn strax við skráningu. Unnið er að því að setja upp greiðslugátt í skráningarkerfinu. Þannig verður ekki hægt að senda inn skráningu nema jafnframt sé gengið frá greiðslu.
Lið þurfa að skrá nafn, farsíma og netfang tengiliðs sem sér um samskipti fyrir viðkomandi lið. Skrá þarf lit á keppnistreyju – ef hann liggur fyrir við skráningu.
Mótsgjaldið er 10.000 krónur á lið, auk þess sem þátttökugjald fyrir hvern leikmann er 6.000 krónur. Vakin er athygli á að leikmanni er einungis heimilt að spila með einu liði í mótinu og á það jafnt við þótt sama „félag“ eða „hópur“ sendi tvö lið, hvort í sinn aldursflokkinn.
Rétt er að minna á breytingar sem gerðar hafa verið á aldursskiptingu og deildum í karlaflokki. Þar fjölgar deildunum um eina. Polladeild miðast við 28+, Jarladeild er 35+, Lávarðadeild er 42+ og Öðlingadeild hækkar núna upp í 50+.
Í skoðun er að hætta við breytingar á aldursflokkum í kvennadeildunum. Hugmyndin var að breyta í 20+, 30+ og 40+, en hefur verið 20+, 28+ og 35+. Líklegt er að horfið verði aftur til fyrri deildaskiptingar í kvennadeildum. Tengiliðir sem hyggjast skrá lið í Dömu- eða Ljónynjudeild mega gjarnan hafa samband með pósti í pollamot@thorsport.is til að koma á framfæri ábendingum eða vangaveltum varðandi aldursskiptinguna í kvennadeildunum.