Góð helgi, lokahnykkurinn eftir
júlí 4, 2020Pollamót Þórs og Samskipa 2021
mars 23, 2021Um helgina fór fram 33. Pollamótið á Þórssvæðinu, eða Pollamót Samskipa eins og það kallast núna. Frábært veður, skemmtilegt fólk og gott skipulag einkenndu helgina. Pollamótsnefnd og mótsstjórn færa hér með öllum sem að mótinu komu bestu þakkir. Þátttakendur og gestir eru auðvitað ómissandi því annars væri ekkert mót.
Leikgleðin einkenndi helgina þrátt fyrir að sóttvarnarráðstafanir hafi sett strik í reikninginn að ýmsu leyti. Þátttakendur, gestir, starfsfólk og sjálfboðaliðar lögðu sig sameiginlega fram um að gera það besta úr stöðunni og er það mat okkar að það hafi gengið vel, mótið heppnaðist vel, skipulag og framkvæmd til fyrirmyndar og skemmtanir í hófi en hispurslausar.
Til þess að gera svona mót mögulegt eru að baki gríðarlega margar vinnustundir, jafnt hjá starfsfólki og sjálfboðaliðum á vegum félagsins. Öllu þessu fólki, þátttakendum, gestum, starfsfólki og sjálfboðaliðum, færum við okkar bestu þakkir. Þá viljum við jafnframt þakka öllum okkar styrktaraðilum sem gera þetta mót mögulegt, sérstaklega Samskipum.
Sjáumst á Pollamóti Samskipa 2021.
Myndir frá Pollamótinu má meðal annars finna í albúmum á heimasíðu Þórs, thorsport.is og myndir af verðlaunahöfum hér.
Verðlaunahafar
Ljónynjur: 1. Drottningar, 2. KR old girls, 3. Búbblurnaringar
Öðlingar: 1. Umf. Óþokki 2, 2. Þrymur, 3. Stormsveitin
Dömur: 1. Grafarvogsdætur, 2. FC Lola, 3. AFK
Lávarðar: 1. Ginola, 2. Lion KK, 3. Magni
Skvísur: 1. Græna þruman, 2. Dætur Þorpsins, 3. FC Ryðgaðar
Pollar: 1. Brekkan, 2. Barónar, 3. PSVesturland
Önnur verðlaun:
Markamaskínur
Pollar: Óskar Þór, Brekkan
Lávarðar: Ólafur, Umf. Óþokki
Öðlingar: Björgvin, Stormsveitin
Skvísur: Valdís, Dætur Þorpsins
Dömur: Elísa, Grafarvogsdætur
Leiðrétting – Ljónynjur: Mæja Ben, Drottningar
(Upphaflega tilkynnt: Emilía, KR old girls)
Gleðigjafar í karlaflokki: Þór C
Gleðigjafar í kvennaflokki: Team F&F Kroppar
Þorpari: Birgir Össurarson, Umf. Óþokki
Þorpari: Ása Karen Guðmundsdóttir, F&F/Kroppar