Viltu losna við biðröðina?
júní 22, 2020Greiðsluupplýsingar
júní 30, 2020Að höfðu samráði við lögregluyfirvöld hefur Pollamótsnefnd Þórs komist að þeirri niðurstöðu að ekki verður hægt að bjóða þátttakendum og gestum á Pollamóti upp á tjaldsvæði við Þórssvæðið eða Glerárskóla.
Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki langur fyrirvari fyrir þá gesti sem höfðu hugsað sér að nýta þetta svæði og biðjumst við velvirðingar á því. Markmiðið var einfaldlega að fara mjög vel yfir málið og taka ákvarðanir út frá þeim upplýsingum og reglum sem fyrir liggja. Ákvörðunin er tekin með tilliti til aukinnar áherslu á sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldurins.
Jafnframt viljum við vekja athygli á tjaldsvæðum á Akureyri og í nágrenni bæjarins, til dæmis að Lónsbakka (rúmlega tveimur kílómetrum norðan við bæinn), auk annarra tjaldsvæða innan bæjar og í nágrenninu (við Þórunnarstræti, að Hömrum, Hrafnagili og á Svalbarðseyri).