


Skráning hafin á Pollamót Samskipa
maí 30, 2025


Leikjaplanið klárt
júlí 3, 2025Nú þegar rétt rúmar 3 vikur eru í að flautað verði til leiks á Pollamóti Samskipa eru yfir 600 keppendur
skráðir til leiks. Það stefnir því í hörku mót en lokað verður fyrir skráningar mánudaginn 30. júní.
Breytingar á aldursflokkareglum
Fótboltinn verður með hefðbundnu sniði, spilað um það bil frá kl 9-18 á föstudag og 9-17 á laugardag.
Úrslitaleikir í deildum verða spilaðir á bilinu kl. 14-17 á laugardag. Leikið er í fjórum aldursflokkum karla
og þremur aldursflokkum kvenna. Við vekjum athygli á því að búið er gera smá breytingar á
aldursflokkum en á hverju ári fáum við fjölda ábendinga um það sem mætti betur fara og voru þessar
breytingar gerðar í samræmi við fjölda slíkra ábendinga.
Karlar
– Polladeildin: Karlar 28+. Þeir sem verða 28 ára á árinu teljast gjaldgengir.
– Jarladeildin: Karlar 38+. Þeir sem verða 38 ára á árinu teljast gjaldgengir
– Lávarðadeildin: Karlar 48+. Þeir sem verða 48 ára á árinu teljast gjaldgengir
– Öðlingadeildin: Karlar 56+. Þeir sem verða 56 ára á árinu teljast gjaldgengir.
Konur
– Skvísudeildin: Konur 20+. Þær sem verða tvítugar á árinu teljast gjaldgengar.
– Dömudeildin: Konur 28+. Þær sem verða 28 ára á árinu teljast gjaldgengar.
– Ljónynjudeildin: Konur 35+. Þær sem verða 35 ára á árinu teljast gjaldgengar.
Fótbolti á daginn og partý á kvöldin
Dagskrá helgarinnar verður ekki af lakari gerðinni en á föstudagskvöldinu mun Ingó sjá um að halda uppi
stemningunni við Hamar. Á laugardagskvöldið verður svo risa ball í Boganum þar sem meðal annars
Skítamórall og Herbert Guðmundsson stíga á stokk. Skráningar fara fram á vef mótsins og stendur til 30.
júní. Fyrir þá sem vilja senda inn fyrirspurnir er bent á netfang mótsins: pollamot@thorsport.is.

